Nýr stjórnmála- og efnahagsfulltrúi í sendiráðinu

JPEG
Roxane Girard er tekin til starfa í Sendiráði Frakklands á Íslandi sem stjórnmála- og efnahagsfulltrúi. Hún fæddist í Saint-Étienne en ólst upp á La Réunion.

Hún fluttist til meginlandsins eftir stúdentspróf til að stunda framhaldsnám í stjórnmálafræði í Lyon. Á þriðja námsári sínu var hún í stúdentaskiptum við Óslóarháskóla og fékk þá mikinn áhuga á Norðurlöndum. Eftir meistarapróf í Evrópufræðum við Institut d’études politiques í Lyon fór hún í starfsnám til sendinefndar um hagsmunagæslu Óslóarsvæðisins í Brussel (Oslo Region European Office) og eftir það til viðskiptadeildar sendiráðs Frakklands í Noregi.

Síðasta uppfærsla þann 27/02/2017

Efst á síðu