Nýr starfsnemi í sendiráðinu

JPEG
Esther Tredez er nýr starfsnemi í sendiráði Frakklands á Íslandi.

Esther ólst upp í nágrenni Lille í Norður-Frakklandi og fór síðan til náms við Sciences Po háskólann í París. Þar undirbýr hún meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu með sérhæfingu í öryggis- og varnarmálum. Hún leggur sérstaka áherslu á geópólitísk og alþjóðamál og í því samhengi fór hún til eins árs náms við George Washington háskólann í Bandaríkjunum. Áður en hún lyki prófi afréð hún að taka sér árs hlé til að sinna starfsnámi og átta sig á starfsvettvanginum til framtíðar.

Esther kom til Reykjavíkur síðastliðinn júlí og verður sex mánuði í starfsþjálfun við franska sendiráðið. Hún hefur ekki komið til Íslands fyrr og þetta eru fyrstu kynni hennar af utanríkisþjónustu Frakklands. Hún hlakkar til að kynnast nýju vinnuumhverfi og dýpka þekkingu sína á málefnum norðurslóða.

Síðasta uppfærsla þann 24/08/2020

Efst á síðu