Nýr starfsmaður í franska sendiráðinu

Fabrice Maloigne hóf störf í franska sendiráðinu í Reykjavík í ágúst 2017 og sinnir mannauðsmálum, skjalastjórnun og aðstoð við konsúlinn.
JPEG

Frá júlí 1998 hefur hann unnið í franska utanríkisráðuneytinu en þar áður gegndi hann störfum í aðgerðasveitum ríkislögreglunnar og fyrir sendinefndir á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Fabrice starfaði í París (við öryggisgæslu diplómata og við diplómatapóstinn) og ennfremur við ýmsar sendiskrifstofur erlendis (hjá franska konsúlatinu í Hong Kong og í Bombay, í franska sendiráðinu í Dublin, Beijing, Trípólí í Líbýu og í Búdapest).

Hann er með próf frá Cambridge-háskóla, giftur og tveggja barna faðir af fyrra hjónabandi.

Fabrice var í úrvalsdeild íþrótta (varð tvisvar Frakklandsmeistari í skylmingum og náði 3. sæti í Frakklandsmeistarakeppninni í þrírþraut). Hann iðkar enn þríþraut og fer víða um heim til að taka þátt í IronMan.

Meðal annarra áhugamála má nefna ljósmyndun og á 9. áratug síðustu aldar var hann plötusnúður og leggur enn rækt við þá tónlistariðkun.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu