Nýr ræðismaður í sendiráðinu [fr]

JPEG
Jean-Marc Bouchet tók til starfa sem ræðismaður hér í sendiráðinu 29. ágúst síðastliðinn.

Starfinu fylgir ábyrgð á skrifstofu sendiráðsins, almennum viðfangsefnum ræðismanna og rekstri.

Jean-Marc Bouchet réð sig í þjónustu utanríkisráðuneytisins árið 1984 og var fyrst sendur til starfa í sendiráði Frakklands í Bandaríkjunum og síðan í Ástralíu. Ennfremur hefur hann starfað við sendiráð eða ræðisskrifstofur Frakklands í Norður-Afríku, Austur-Evrópu, Mið-Asíu og í Mið-Austurlöndum.

Þá hefur hann unnið á aðalskrifstofu manntalsins, í deild um ferðir útlendinga í innanríkisráðuneytinu og nú síðast í miðstöð mannauðsþjónustu Evrópu- og utanríkisráðuneytisins.

Jean-Marc og eiginkona hans hafa tvívegis komið í stuttar heimsóknir til Íslands og hyggjast nýta sér starfstímann hér á landi til að kynnast betur landi, þjóð og menningu Íslendinga.

Síðasta uppfærsla þann 27/09/2019

Efst á síðu