Nýr konsúll Frakklands á Ísafirði

Fjölgað hefur í hópi þeirra sem geta komið fram fyrir hönd sendiráðsins, því Elísabet Gunnarsdóttir hefur tekið að sér að vera konsúll fyrir Frakkland á Vestfjörðum.

Hún hefur lengi búið á Ísafirði og starfað þar sem arkítekt og verktaki, framleiðandi og jafnframt safnstjóri og listrænn stjórnandi.

Auk íslensku er hún talandi á ensku, frönsku og norsku og vel bjargfær á þýsku, spænsku og ítölsku.

Svo farið sé fljótt yfir menntaferilinn þá stundaði hún píanónám við Tónlistarskólann á Ísafirði frá 1963-1977 og næstu tvö ár franskar bókmenntir við Háskóla Íslands. Frá 1979 til 1982 sat hún í Edinburgh College of Art og lærði þar arkitektúr og byggði svo ofan á það nám 1983-1988 við École d’architecture í París-La Villette.

Að því námi loknu stofnaði Elísabet arkitektastofuna Kol & Salt á Ísafirði og stýrði henni. Stofan hannaði ýmsar byggingar fyrir opinbera aðila og einkamarkaðinn. Þetta tímabil varaði frá 1988-2003. Síðan lá leiðin til norrænu miðstöðvarinnar fyrir samtímalist í Noregi (www.nkdale.no), sem starfar undir Norrænu ráðherranefndinni og norska menntamálaráðuneytinu. Hún stýrði miðstöðinni frá 2003-2008. Þessi miðstöð býður alþjóðlegum listamönnum að koma til starfsdvalar en stendur líka að öðrum verkefnum, skipuleggur listsýningar, ráðstefnur og málþing.

Eftir þessa reynslu í Noregi hélt Elísabet til austurstrandar Kanada þar sem hún stofnaði fyrirtækið „Fogo Island“. Það er miðstöð fyrir samtímalist þangað sem listamenn og annað fagfólk alls staðar að úr heiminum getur komið saman til dvalar og starfað með íbúum héraðsins. Shorefast sjóðurinn tók þátt í að kosta þetta verkefni sem stóð frá 2008-2012.

Frá 2012 hefur Elísabet staðnæmst á Ísafirði og tók þar aftur við stjórn „Kol & Salt“ (www.kolsalt.is) og helgar sig þar hinum skapandi greinum, bæði með nýsköpun, kennslu og ráðgjöf. Hún stofnaði líka Artsiceland, Open Art Space og ennfremur Stofnun Rögnvaldar Á. Ólafssonar.

Nýja konsúlnum okkar er þannig margt til lista lagt en þó er ekki allt upp talið því í sínum eigin tíma iðkar hún göngur – og fáir staðir eru betur til þess fallnir en Vestfirðir – og siglingar og svo leggur hún stund á swing tónlist og söng án undirleiks, ef hún er þá ekki að ræða bókmenntir, heimspeki eða viðkvæmt sköpunarferli, eins og hún sér það. Og þessi mynd af henni væri ófullkomin ef við segðum ekki frá því að hún hefur yndi af því að feta ótroðnar slóðir í matargerð.

Og þið megið treysta því að þessi lýsing á öllu því sem prýðir nýja konsúlinn okkar er ekki eitt af ævintýrunum, sem hún hefur svo mikið yndi af að segja!

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu