Nýr forstöðumaður Alliance française í Reykjavík [fr]

JPEG
Jean-François Rochard tók við starfi forstöðumanns Alliance française (https://www.af.is/) í Reykjavík í septemberbyrjun 2016.

Jean-François lagði stund á frönsku, franskar bókmenntir og kvikmyndafræði í Sorbonne-háskóla í París og lauk agrégation prófi árið 1992. Í tvö ár kenndi hann síðan frönsku í Aleppó í Sýrlandi samkvæmt samstarfssamningi þar um.

Hann sinnti kennslu í frönskum bókmenntum við menntaskóla í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Að loknu meistaraprófi í frönsku sem erlendu tungumáli við háskólann í Rouen var hann settur lektor í þýðingum og túlkunarfræðum við deild erlendra tungumála í háskólanum í Trieste á Ítalíu.

Frá 2005-2009 starfaði hann í menningardeild franska sendiráðsins í Tokyo í Japan sem frönsku-, bóka- og íþróttafulltrúi. Frá 2009-2013 var hann aðstoðarmenningarfulltrúi við aðalræðismannsskrifstofu Frakklands í Chicago.

Árið 2013 réðst hann til frönskudeildarinnar við Alþjóðakennslufræðistofnunina í Sèvres og stýrði þar deildinni „aðföng og námskeið“.

Samhliða störfum sínum hefur hann stundað símenntunarnám í kennsluverkfræði við BELC í Caen, í verkefnastjórnun við Northwestern University í Chicago og í heimspekisögu við Institut catholique í París.

Síðasta uppfærsla þann 31/10/2018

Efst á síðu