Ný kennsluskrá Alliance Française í Reykjavík [fr]

JPEG
Nýja kennsluskráin, með frönskunámskeiðum Alliance Française í Reykjavík á haustmisseri 2017, er komin á netið.

Upplýsingar um frönskunámskeið Alliance Française í Reykjavík fyrir fullorðna, börn sem ekki kunna frönsku og börn sem tala frönsku, eru nú aðgengilegar á netinu á slóðinni www.af.is

Þið getið skráð ykkur á vefnum núna og gilda afsláttarkjör til 31. ágúst. Kennsla á haustmisseri hefst 4. september fyrir börn og 11. september fyrir fullorðna.

Námskeiðin verða í hefðbundnu formi fyrir fullorðna (tvisvar sinnum í viku, ein klukkustund í senn á öllum stigum) en Alliance Française brýtur auk þess upp formið á þessu haustmisseri og býður frönskunámskeið í tveggja tíma lotu einu sinni á viku, fleiri samtalstíma, tematískar vinnustofur (málfræði, dagblöð), vinnustofu í frönskum bókmenntum, vinnustofur „að vali“ um menningararf og ferðamennsku í Frakklandi, tvennutíma þar sem tveir fylgjast að, vinnustofuna „angan af hausti“ sem byrjar í október o.s.frv.

Kennsluframboðið fyrir börn (bæði frönskumælandi og þau sem ekki eru það) hefur verið stokkað upp og endurnýjað og er aðgengilegra, með fleiri námskeiðum og samræmdum stundatöflum og gjaldskrám frá fyrsta stigi (fyrir leikskólaaldur) til efri stiga, þar sem eru eldri börn eða unglingar.

Námsleiðin fyrir frönskumælandi börn hefur líka verið tekin í gegn. Henni er nú skipt í áfanga, þar sem einn tekur við af öðrum. Hver áfangi lýtur sérstaklega skilgreindum kennslufræðilegum markmiðum sem snúa að því að læra frönsku, iðka hana og innprenta sér og beita henni í lestri og ritun.

Vanti ykkur nánari upplýsingar, sendið tölvupóst á netfangið alliance@af.is eða hringið í síma 552-3870.

Síðasta uppfærsla þann 01/08/2017

Efst á síðu