Fyrsta Sólveigar Anspach verðlaunahátíðin [fr]

Nú í ár var hleypt af stokkunum stuttmyndasamkeppni í minningu Sólveigar Anspach leikstjóra sem féll frá í ágúst 2015.

JPEG
Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina falla í skaut kvikmyndgerðarkonu sem mælt er á frönsku eða íslensku. Að keppninni standa Sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance française í Reykjavík, Ráðhús Reykjavíkur, Háskólabíó, Kvikmyndamiðstöð Íslands, ZikZak, Agat Films og Institut français.

Stuttmyndirnar áttu að vera á frönsku eða íslensku, með enskum texta og í mesta lagi 15 mínútna langar. Þær áttu að vera fyrsta, annað eða þriðja leikstjórnarverk höfundarins og komnar í endanlega gerð eftir 1. janúar 2015.

Hvorki fleiri né færri en 53 stuttmyndir voru sendar til þátttöku frá Frakklandi og Íslandi, en líka frá Kanada, Haítí og Búrkína Fasó! Tuttugu myndir voru valdar út og lagðar fyrir dómnefnd sem hélt eftir þremur. Dómnefndina skipuðu Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, formaður, Hilmar Sigurðsson framleiðandi, Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi, Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri og Philippe O’Quin sendiherra Frakklands á Íslandi.
JPEG
JPEG
JPEG
JPEG

Sjálft hátíðarkvöldið var stuttmynd Sólveigar Anspach, „Af ást“ (Par amour), sýnd ásamt myndunum þremur sem dómnefnd hafði valið: Nína eftir Halimu Elkhatabi frá Kanada, „Tómið“ (Néants) eftir Audrey Laroche frá Kanada og „Sundferðin mikla“ (Le Grand bain) eftir Valérie Leroy frá Frakklandi.

Dómnefndin veitti Valérie Leroy fyrstu verðlaun fyrir „Sundferðina miklu“ og fékk hún því til staðfestingar styttu sem íslenska listakonan Mireya Samper hannaði.
JPEG

Mikil ánægja ríkti með þennan viðburð hjá öllum sem hann sóttu. Eftir myndasýninguna var haldið kokkteilboð þar sem gestir gátu rætt við sigurvegarann sem var himinlifandi yfir þessari fyrstu heimsókn sinni til Íslands.
JPEG

Ert þú kvikmyndagerðarkona? Fylgstu þá með okkur. Eftir nokkra mánuði auglýsum við eftir þátttöku í annarri Sólveigar Anspach keppninni!

Síðasta uppfærsla þann 27/02/2017

Efst á síðu