Kynning á fjárfestingum í Frakklandi [fr]

JPEG
Föstudaginn 22. september stóð sendiráðið fyrir kynningu á kostum fjármálamarkaða í París.

Kynningin var skipulögð í samvinnu við Amundi sem er stærsta eignaumsýslufélag í Evrópu.

Boðið var til morgunverðar í embættisbústað franska sendiherrans og þangað komu fulltrúar stærstu lífeyrissjóða Íslands og íslenskir fjárfestar. Um kynninguna sáu Philipe Ithurbide, aðalhagfræðingur Amundi, Caroline Gauthier, sem annast samskipti við litla og meðalstóra fjárfesta, og Christian Peters, sem hefur á sinni könnu líklega fjárfesta á Íslandi og á Norðurlöndum.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu