Nýr forstöðumaður Alliance Française í Reykjavík [fr]

JPEG
Adeline D’Hondt er nýr forstöðumaður Alliance Française í Reykjavík.

Hún fæddist í borginni Amiens í Norður-Frakklandi. Eftir stúdentspróf lauk hún aðfararnámi í bókmenntum í Lille og síðan meistaranámi í hugvísindum með ritgerð um rithöfundinn Julien Green.

Hún lauk DEUST prófi í bókasafnsfræðum og stýrði í 11 ár sameiginlegu margmiðlunarsafni nokkurra sveitarfélaga í nágrenni Amiens. Þar kviknaði áhugi hennar á frönskukennslu fyrir útlendinga og hún lauk prófi í þeim fræðum. Fyrst í stað sá hún um kennslu útlendinga sem nýkomnir voru til Frakklands á vegum félagsskapar í Amiens, en árið 2012 hélt hún af landi brott, til Bandaríkjanna. Þar sá hún um frönskukennslu fyrir börn hjá Language Stars í nágrenni Washingtonborgar. Árið 2013 varð hún kennari hjá Alliance Française í Washington og tók þar fljótlega við stjórn á barnadeildinni og stýrði henni af mikilli gleði og kappi.

Adeline er hamingjusöm móðir Nils sem er 11 mánaða. Hún hefur ánægju af karókí, safnar &-merkjum en hefur því miður ekki lengur tíma til að skrautrita! Hún tók ástfóstri við Ísland í sinni fyrstu ferð til landsins árið 2003 og hefur komið þangað margoft síðan.

Síðasta uppfærsla þann 09/02/2021

Efst á síðu