Koma Business France til Íslands [fr]

JPEG
Sendinefnd frá frönsku viðskiptastofnuninni Business France var á Íslandi 14. - 16. maí í heimsókn sem franska sendiráðið skipulagði. Erindið var að skoða viðskiptatækifæri í tengslum við innviði á samgöngusviðinu.

Fulltrúar fjögurra franskra stórfyrirtækja voru í sendinefndinni. Sendiherrann bauð til móttöku í bústað sínum 15. maí til að fulltrúar þessara fyrirtækju gætu hitt forsvarsmenn fyrir helstu stórframkvæmdum sem eru í bígerð, einkum stækkun alþjóðaflugvallarins í Keflavík og borgarsamgöngur, en þar er um að ræða fluglestina til Keflavíkur og nýtt samgöngukerfi í Reykjavík.

Síðasta uppfærsla þann 26/09/2019

Efst á síðu