Tónleikar Roberts Piéchauds í Reykjavík [fr]

Franski píanóleikarinn og tónskáldið Robert Piéchaud kynnti verk sitt „the River“, fyrir rödd og blásturskvintett þann 30. janúar síðastliðinn.

JPEG
Verkið fluttu mezzosópransöngkonan Jill McCoy og fimm hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeirra á meðal var Martial Nardeau flautuleikari sem einnig kynnti tónsmíð sína „Divertissement“. Um frumflutning var að ræða á „the River“ í Hörpu og var verkið þáttur í tónleikunum „Norðan Garri“ sem er samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar „Myrkir músíkdagar“ og Sendiráðs Frakklands á Íslandi.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu