Sendiherrann hefur orðið

PNG
Á næstu mánuðum gefast fjölmörg tækifæri til að minna á Frakkland hérlendis og treysta tengslin milli landanna tveggja.

Frönsku kvikmyndahátíðinni er nýlokið og þar var sagt frá verðlaunum í minningu Sólveigar Anspach, en hún féll frá fyrir ekki löngu, og einnig má nefna:

  • Stockfish hátíðina, sem fram fer frá 18. - 28. febrúar næstkomandi. Þá kemur fransk-alsírski leikstjórinn Rachid Bouchareb aftur til landsins og kynnir nýjustu mynd sína.
  • Óperuna Don Giovanni sem verður sýnd í Hörpu frá 27. febrúar til 13. mars undir stjórn franska hljómsveitarstjórans Benjamins Levys.
  • Viku franskrar tungu frá 12. til 20. mars og eins og fyrri ár verður þar tónleikadagskrá eða franskir söngvar.
  • Matarveisluna Goût de France/Good France sem tókst svo vel í fyrra að leikurinn verður endurtekinn 21. mars 2016. Þetta kvöld bjóða 1.500 veitingastaðir í Frakklandi og um allan heim matseðla með frönskum áhrifum. Í fyrra tók eitt íslenskt veitingahús þátt í veislunni (Gallerý á Hótel Holti). Þetta ár bætast fimm aðrir matreiðslumenn í hópinn og því verður Ísland ekki ólíklega með mestu þátttökuna, miðað við höfðatölu.
  • Og svo er það auðvitað Evrópumótið í knattspyrnu frá 10. júní til 10. júlí 2016. Stór hópur Íslendinga ætlar að styðja sitt lið á mótinu og WOW er búið að tilkynna að það hefji árstíðabundið flug til Nice og Icelandair fjölgar verulega ferðum til Parísar með lendingu á Orly flugvelli. Evrópumótið hefst með leik Frakklands og Rúmeníu á Stade de France vellinum í París 10 júní. Franska samfélagið á Íslandi fylgist örugglega vel með leiknum.

Nánar verður sagt frá öllum þessum viðburðum á vefsetri og samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Síðasta uppfærsla þann 23/02/2016

Efst á síðu