Hönnunarmars og þátttaka franskrar listakonu [fr]

Rúmlega 30 manns lögðu leið sína í bústað franska sendiherrans síðastliðinn laugardag til að hlusta á lifandi og andríkar samræður þeirra Valdísar Steinarsdóttur og Marlène Huissoud.

Þær komu saman undir merkjum átaksins „Hönnunarstefna“ í tengslum við HönnunarMars.

Sendiráðið færir þeim Valdísi og Marlène sínar bestu þakkir fyrir frjóar umræður um vinnu þeirra, um hönnun og framtíð hennar. Listkonurnar eru ungar að aldri en með hugsun sinni og verkum hjálpa þær okkur að skynja betur veröld framtíðarinnar og að vera undir hana búin.

Síðasta uppfærsla þann 16/04/2019

Efst á síðu