Sendiherrann hefur orðið [fr]

JPEG - 403.6 ko
L’Ambassade de France à Reykjavík sous la neige.

Árinu 2017 er að ljúka og ég vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir samfylgdina og óska ykkur gleðilegrar hátíðar.

Öll höfum við á undangengnum tólf mánuðum átt okkar glöðu stundir, en líka daprar og vonbrigði. En þegar jólin nálgast er gott að gleyma áhyggjum og hversdagsamstri og leiða augum jólaskreytingar og ljós um leið og við sinnum undirbúningi fyrir hátíðarnar og veljum gjafir til okkar nánustu. Jólin eru hátíð fjölskyldunnar, samneytis og gjafmildi, hátíð barnanna fyrst og fremst en líka hinna fullorðnu sem skynja á þessum stundum barnshjartað í sjálfum sér!

Nokkrum dögum eftir kyrrlátar samverustundir fjölskyldnanna á jólum gengur í garð nýtt ár með miklu sjónarspili og gleðilátum. Ég verð ásamt eiginkonu minni í Reykjavík þennan síðasta dag ársins og nýt flugeldaskotanna og stemmningarinnar í bænum.

Ég óska ykkur öllum velfarnaðar, gæfu og heilla. Vonandi verður árið 2018 ykkur happasælt og uppfyllir væntingar ykkar og jafnvel drauma.

Síðasta uppfærsla þann 14/07/2018

Efst á síðu