Franska kvikmyndahátíðin verður sett í 19. skipti 6. febrúar 2019 [fr]

JPEG
Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 19. sinn frá 6. til 17. febrúar í Háskólabíói og í Veröld – Húsi Vigdísar.

Opnunarmyndin þetta árið verður gamanmyndin, „Að synda eða sökkva“ (Le Grand Bain) eftir Gilles Lellouche. Hún hefur verið sýnd við geysilegar vinsældir í Frakklandi og eru meira en fjórar miljónir búnar að sjá hana.

Myndin var kynnt í Cannes síðastliðið vor við prýðisviðtökur gagnrýnenda. Hún segir frá hópi karla í djúpri sálarkreppu sem öðlast nýja trú á lífið þegar þeir fara að stunda samhæft sund.
JPEG

Leikarar í myndinni eru ekki af lakara taginu. Þar má nefna Mathieu Amalric, Benoît Poelvoorde, Philippe Katerine, Guillaume Canet, Marina Foïs, Leïla Bekhti og Virginie Efira.

Það eru Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið sem skipuleggja kvikmyndahátíðina. Í ár, eins og oftast áður, er sendiráði Kanada boðið að sýna mynd frá Québec. Samhliða sýningunum í Háskólabíói verður í fyrsta skipti boðið á ókeypis sýningar í Veröld – Húsi Vigdísar.

Allar myndirnar verða kynntar til sögunnar í janúar næstkomandi. Fylgist með á síðu www.af.is og á Facebooksíðu hátíðarinnar, Franska Kvikmyndahátíðin.

Síðasta uppfærsla þann 23/12/2018

Efst á síðu