Dagur frönskukennara [fr]

Fimmtudagurinn 28. nóvember var tileinkaður frönskukennurum um allan heim.

Franska er kennd í öllum löndum heimsins og er í öðru sæti erlendra tungumála sem flestir læra, og það er að þakka afburðafrönskukennurum.

Af þessu tilefni bauð franski sendiherrann til sín öllum frönskukennurum á Íslandi, bæði þeim sem kenna í grunnskólum, framhaldsskólum, í Háskólanum og í Alliance Française.

Tveir starfsmanna Rauða krossins komu og sögðu frá því hve dýrmætt væri að geta leitað til frönskumælandi Íslendinga þegar samtökin sinna hjálparstarfi erlendis.

Að lokum rifjaði skáldið Gerður Kristný upp fyndnar og hugljúfar minningar um frönskunám í MH og síðar í Nice í Frakklandi. Frásögn hennar og fjögurra annnarra af frönskunámi sínu er að finna hér.

Síðasta uppfærsla þann 21/12/2019

Efst á síðu