Franskir listamenn fjölmennir á „Fresh Winds“ hátíðinni [fr]

JPEG
Dagana 15. desember til 17. janúar var hátíðin „Fresh Winds“ haldin í hinni mögnuðu náttúru í Garði á Reykjanesi.

Um það bil fimmtíu listamenn – í skúlptúr, málverki, arkitektúr, tónlist, gjörningum – unnu þvert á listsviðin, í íslenskri vetrarveðráttu sem oft tók á. Þeir kynntu síðan sköpunarverk sín í sýningarsölunum, vitunum í Garði, eða undir beru lofti.

Ekkert land átti jafnmarga fulltrúa á „Fresh Winds“ og Frakkland, tíu listamenn. Sendiherrann og menningarfulltrúinn hittu þá að máli í Garði og aftur í boði í sendiherrabústaðnum. Öllum listamönnunum þótti mikið til um þessa óvenjulegu reynslu, að búa við þessa einangrun, í beinni snertingu við íslenska náttúru sem blés þeim sköpunaranda í brjóst, og kunnu að meta tækifærið til að kynnast íslenskum listamönnum sem fengust við mismunandi listform.

JPEG

Þessi fjöldi franskra listamanna er vitni um margbreytta listsköpun heimalandsins og sýnir áhuga þeirra á Íslandi. Ennfremur sýnir þetta hvað skipuleggjandi hátíðarinnar, Mireya Samper, hefur sterk tengsl við Frakkland, sem hún þekkir mjög vel.

Síðasta uppfærsla þann 18/02/2016

Efst á síðu