Sýningin „Oddhvassir blýantar“ í Gerðubergi [fr]

Sendiráð Frakklands og Kvenréttindafélag Íslands tóku höndum saman um að efna til sýningarinnar „Oddhvassir blýantar - Kvenréttindi“ sem frönsku samtökin Le Crayon settu saman.

Samtökin voru stofnuð eftir hryðjuverkin gegn tímaritinu Charlie Hebdo árið 2015 og er tilgangur þeirra að verja tjáningarfrelsið og lýsa því í myndum.

Á sýningunni eru skopmyndir og teikningar úr prentmiðlum eftir teiknara alls staðar að úr heiminum þar sem þeir velta fyrir sér aðstæðum kvenna, kvenréttindum og #MeToo hreyfingunni, hver eftir sínu nefi.

Sýningin var opnuð að viðstöddum sendiherra Frakklands og forseta Kvenréttindafélagsins fimmtudaginn 13. desember síðastliðinn.

Sýningin verður opin til 20. janúar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Aðgangur er ókeypis.

Myndband frá opnun sýningarinnar er hér fyrir neðan.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu