Viðbrögð við neyðarástandi æfð í sendiráðinu [fr]

Starfsfólk sendiráðs Frakklands á Íslandi æfði í gær, 18. maí 2017, viðbrögð við neyðarástandi vegna eldgoss.

Utanríkisráðuneytið í París skipulagði æfinguna. Starfsmenn þess brugðu sér í ýmis hlutverk og létu símhringingar og tölvupósta dynja á sendiráðinu, eins og á sér stað þegar stóratburðir verða.

Æfingar af þessu tagi verða sífellt algengari hjá sendráðunum, til að sjá hvernig skipulagið reynist, bæta úr þar sem þarf og vera þannig sem best undirbúin þegar dregur til stórtíðinda.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu