Nokkrar staðreyndir um frönsku [fr]

JPEG
Vika franskrar tungu stendur frá 12. til 20. mars 2016.

Af því tilefni nefnum við hér dálítinn fróðleik um frönsku, sóttan í skýrslu Alþjóðastofnunar franskrar tungu frá árinu 2014.

Vissuð þið að talið er að 274 miljónir tali frönsku í öllum heiminum?
JPEG

Frönskumælandi þjóðir er þannig að finna í öllum heimsálfunum fimm og fyrir bragðið er franska í fimmta sæti af algengustu tungumálum heims, í þriðja sæti þeirra tungumála sem notuð eru í viðskiptum og í öðru sæti þeirra mála sem menn sækjast eftir að læra, næst á eftir ensku (125 miljónir manna eru í frönskunámi.)

Árið 2010 töluðu 220 miljónir manna frönsku, af 7 miljörðum jarðarbúa, eða 3% (einn af hverjum 32). Árið 2050 verða frönskumælandi orðnir 700 miljónir af 9,1 miljarði jarðarbúa eða 8% (einn af hverjum 13), þar af 85% í Afríku.

Staða frönsku á Íslandi?

Hér á Íslandi er franska kennd við 15 mennta- eða framhaldsskóla, 2.000 nemendur taka hana eða um það bil 20% af öllum nemendum framhaldsskóla (tölur frá 2013-2014. Og 37% nemenda í grunnskólum (6-16 ára) velja frönsku) sem þriðja tungumál.

Við getum þakkað þennan árangur 40 frönskukennurum sem af mikilli elju og eldmóði fyrir móðurmálinu okkar kenna það á hverjum degi í skólum landsins og stuðla þannig að sambandi okkar við Ísland sem er til fyrirmyndar.

Hvað um þig, langar þig líka til að læra frönsku?

Það er hið minnsta mál! Alliance française í Reykjavík er boðið og búið til að aðstoða þig. Líttu á vefsetur Alliance française og skoðaðu alla þá námsmöguleika sem bjóðast. Kennararnir eru drífandi og áhugasamir, hvort sem þeir kenna í sameiginlegum námskeiðum eða í einkatímum, sem eru fyrir alla aldurshópa og hver sem undirstaðan er.

Síðasta uppfærsla þann 09/03/2016

Efst á síðu