Níræðisafmæli Vigdísar Finnbogadóttur [fr]

JPEG
Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem fagnar í dag níræðisafmæli sínu, hefur afar sterkar taugar til Frakklands þar sem hún stundaði nám, fyrst við háskólann í Grenoble og síðar í Sorbonne.

Frönskukennari, forseti Alliance Française í Reykjavík, umsjónarmaður með frönskukennslu í sjónvarpi, áhugi Vigdísar á Frakklandi og franskri menningu hefur aldrei dofnað. Nú síðast 23. janúar kom hún á opnunarkvöld Frönsku kvikmyndahátíðarinnar og hún leggur staðfastlega lið smíði frönsk-íslensku veforðabókarinnar Lexia, undir umsjá Háskóla Íslands.

Vigdís er kunn á alþjóðavettvangi eftir að hún varð fyrsta konan til að hljóta kjör í embætti þjóðhöfðingja í almennum kosningum. Og enn er hún fyrirmynd nýrra kynslóða sem berjast fyrir réttindum kvenna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Það er engin tilviljun að Ísland er nú fremst þjóða á sviði jafnréttis kynjanna og að litið er til þess sem fyrirmyndar og til eftirbreytni.

Þá hefur Vigdís haldið á loft íslenskri náttúru og villtri fegurð hennar og átt þátt í að vekja heiminn til vitundar um umhverfis- og loftslagsmál, brýnustu viðfangsefni 21. aldar.

Á þessum tímamótum hyllum við einstaka konu, elskaða og dáða langt út fyrir landamæri Íslands.

Graham Paul
sendiherra Frakklands á Íslandi

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu