Nefnd frá íslenska samgönguráðuneytinu í Frakklandi [fr]

Sendiráð Frakklands á Íslandi hafði forgöngu um að sendinefnd frá íslenska samgönguráðuneytinu, undir stjórn ráðuneytisstjórans, fór til borgarinnar Angers í Frakklandi til að kynna sér hvernig Frakkar þróa almenningssamgöngur í borgum.

Gagnlegar viðræður áttu sér stað um reynslu Frakka í samgöngumálum og um ýmsar samgönguáætlanir á Íslandi. Auk vinnufundar í franska samgönguráðuneytinu sótti íslenska sendinefndin kynningu hjá Alstom fyrirtækinu á margs konar nýstárlegum lausnum á samgöngum í borgum. Nefndin fór því næst til Angers og átti fund með yfirmönnum þar og varð margs vísari um vel heppnaða framkvæmd í samgöngukerfi borgarinnar sem byggist á notkun sporvagna.

JPEG
Fundur Marcs Papanuttis, samgöngustjóra á sjó og landi, og Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu. Með þeim á myndinni er Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi.

JPEG
Hópmynd frá Angers. Íslenska sendinefndin, sem í voru tæknilegur ráðgjafi samgönguráðuneytisins, samgöngustjórinn í Reykjavík, verkfræðingur sem heldur utan um áætlunina um borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu og þróunarstjóri Landsvirkjunar, ásamt með fulltrúum Angerssvæðisins og Alstom fyrirtækisins.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu