Námskeið og ráðstefna um lækningar á sortuæxlum [fr]

JPEG
Innlendir sem erlendir gestir fjölmenntu á alþjóðlega ráðstefnu og námskeið um það helsta í þróun lækninga á sortuæxlum, sem haldin voru í Reykjavík í júní síðastliðnum.

Meðal alþjóðlegra gesta á ráðstefnunni og námskeiðinu voru fjölmargir Frakkar og var sendiráð Frakklands meðal stuðningsaðila viðburðarins. Námskeiðið var haldið við Háskóla Íslands dagana 21. til 24. júní og var markmiðið að fræða nemendur um líffræðilegar orsakir sortuæxla sem og leiðir til lækninga. Nemendur lærðu um helstu nýjungar í rannsóknum og hvernig þeir gætu sjálfir stuðlað að frekari framþróun í fræðunum. Aðstandendur námskeiðsins voru Lionel Larue, Eiríkur Steingrímsson, Þórunn Rafnar og Colin Goding.

Að námskeiði loknu hófst alþjóðleg ráðstefna í Hörpu og stóð hún frá 24. til 26. júní. Þar voru saman komnir margir af helstu vísindamönnum fræðanna sem hlýddu á og kynntu það nýjasta í rannsóknum og framþróun sem hefur átt sér stað á sviði greininga og lækninga.

Ráðstefnan tefldi saman helstu forvígismönnum sviðsins sem og verðandi forvígsimönnum, með það að markmiði að styrkja grundvöllinn fyrir aukinni upplýsingamiðlun og þróun á sviði rannsókna.

Aðstandendur ráðstefnunnar voru Lionel Larue, Eiríkur Steingrímsson, Þórunn Rafnar, Robert Andtbacka, Rene Gonzalez, Karl Lewis, Caroline Robert og Ze’ev Ronai. Stefnt er að því að halda aðra ráðstefnu árið 2017. Frekari upplýsingar má finna á www.melanoma2015.is.

Síðasta uppfærsla þann 16/09/2015

Efst á síðu