Myndbandakeppni frönskunema í framhaldsskólum [fr]

Félag frönskukennara á Íslandi stendur árlega fyrir myndbandakeppni meðal frönskunemenda í framhaldsskólum, með stuðningi franska sendiráðsins og Alliance Française.

Í ár var verkefnið „Búið til sögu“.

Þátttakendur í keppninni hittust laugardaginn 6. júní í Alliance Française til að horfa á myndböndin fjögur sem dómnefnd, skipuð leikkonunni Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi, og Jean-François Rochard, forstjóra Alliance Française, höfðu valið til úrslita.

Sigurvegararnir eru nemendur í MR með myndbandið „La Terre et l’Homme“. síðu. Við óskum þeim og þátttakendum öllum til hamingju!

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu