Myndbandakeppni [fr]

JPEG
Laugardaginn 23. mars stóðu Alliance Française í Reykjavík, Félag frönskukennara á Íslandi, með stuðningi franska sendiráðsins, fyrir frönskukeppni meðal grunn- og framhaldsskólanema. Þátttakendurnir áttu að taka upp myndband um efnið „Til hvers að læra frönsku?“

Þátttakendurnir sýndu allir mikið hugmyndaflug og kímni og áhorfendur skemmtu sér konunglega þegar myndböndin voru sýnd.

Í dómnefnd sátu Graham Paul, sendiherra Frakklands, Jean-François, framkvæmdastjóri Alliance Française, og Vera Sölvadóttir, frönskumælandi kvikmyndagerðarkona. Dómnefndin valdi bestu myndböndin og veitti sigurvegurunum verðlaun: Kvöldverður í Le Bistro fyrir fyrsta sætið, úrval franskra osta hjá Búrinu fyrir annað sæti og teiknimyndasaga eftir Jérémie Moreau, sem vann verðlaun sem besta teiknimyndasagan á Angoulêmehátíðinni. Sagan heitir „Gríms saga“ og gerist á Íslandi!

Nemendur í Landakoti unnu til fyrstu verðlauna í flokki grunnskólanema og þetta árið voru það nemendur í MH sem unnu fyrstu verðlaun í flokki framhaldsskólanema fyrir bráðfyndna mynd sem þið sjáið á slóð https://youtu.be/2-aIhfuYy7s

Við þökkum hjartanlega þeim sem tóku þátt í keppninni, og dómurum fyrir störf sín. Sjáumst aftur að ári!

JPEG

Síðasta uppfærsla þann 16/04/2019

Efst á síðu