Menningardagskráin fram undan [fr]

JPEG

Í Alliance Française í Reykjavík:

Í tengslum við Arctic Circle býður Alliance Française í Reykjavík ásamt Sendiráði Frakkalands á Íslandi til sýningar á teikningum Bénédicte Klène, „Smáræði frá Grænlandi“, frá 9. til 14. október. Opnun sýningarinnar verður 9. október kl. 18. Upplýsingar á www.af.is

Frönsk kvikmynd í Bíó Paradís

Myndin „Birtingin“ (L’Apparition) eftir Xavier Giannoli, með Vincent Lindon er nú sýnd í Bíó Paradís.
https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-apparition-ice/

RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – frá 26. september til 10. október.

Þetta árið verður franski leikstjórinn Claire Denis í heiðurssessi á RIFF-hátíðinni og tekur við heiðursverðlaunum úr hendi forseta Íslands. Ýmsar af myndum hennar eru sýndar á hátíðinni og aðstandendur hátíðarinnar hafa efnt til funda og vinnustofa með leikstjóranum.

Fleiri franskar myndir verða sýndar á RIFF:

  • Jóhanna af Örk, eftir Bruno Dumont
  • Abou Leila, eftir Amin Sidi-Boumédiène
  • Notre Dame, eftir Valérie Donzelli
  • Varda með Agnès, eftir Agnès Varda.

Dagskrá hátíðarinnar er á slóð www.riff.is

Hópurinn Les Métèques og Gérard Lemarquis verða með kvölddagskrá til heiðurs Georges Moustaki 21. nóvember næstkomandi í Hannesarholti. Þetta er sama tónleikadagskrá og þeir fluttu í Alliance Française síðastliðið vor.

Sýning listakonunnar Amöndu Riffo, „Elastic Stress“ í Skaftafelli à Seyðisfirði

Franska listakonan Amanda Riffo heldur fyrstu einkasýningu sína á Íslandi nú í haust á Seyðisfirði. Sýningin stendur frá 9. nóvember til 11. janúar 2020.

Nánari upplýsingar um sýninguna og verk Amöndu Riffo er að fá hér og á https://www.amandariffo.com/

Nýlegar þýðingar

Ýmsar franskar skáldsögur hafa verið gefnar út á síðustu mánuðum:

  • Ráðgátan Henri Pick eftir David Foenkinos í þýðingu Yrsu Þórðardóttur hjá útgáfunni Benedikt. Heiti bókarinnar á frummálinu er Le mystère Henri Pick
  • Múttan eftir Hannelore Cayre í þýðingu Hrafnhildar Guðmundsdóttur hjá útgáfunni Máli og menningu. Heiti bókarinnar á frummálinu er La Daronne.
  • Stílæfingar eftir Raymond Queneau í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur hjá útgáfunni Uglu. Heiti bókarinnar á frummálinu er Exercices de style.

Sendiráðið vill í þessu samhengi færa Friðriki Rafnssyni hjartanlegar hamingjuóskir fyrir að hafa hreppt Ísnálina fyrir þýðingu sína á skáldsögu Pierres Lemaitres Þrír dagar og eitt líf sem JPV gaf út. Heiti bókarinnar á frummálinu er Trois jours et une vie.

Og takið eftir!

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í tuttugasta skipti og stendur frá 23. janúar til 2. febrúar 2020. Þið finnið allar upplýsingar um dagskrá og afmæliskvöldið á síðu https://www.facebook.com/franskabio/

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu