Meistarar svara [fr]

JPEG
Alliance française býður öllum, sem hafa áhuga á franskri menningu og tungu, að taka þátt í nútímalegri spurningakeppni þann 12. mars í Tryggvagötu 8.

Það verða 100 spurningar í keppninni, úr franskri málfræði og franskri menningu.

Spurningarnar samdi Benjamín, einn af kennurum Alliance française, sérstaklega fyrir keppnina. Notað verður Kahoot.it. 

Þátttakendur þurfa að koma með snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu, sem nýtt verða til að svara í keppninni. 

Það verður hægt að nota þráðlausa netið (samt væri vel þegið ef einhverjir gætu notað netsambandið í símanum.)

Sigurvegarinn fær sérstaka viðurkenningu frá Alliance française í Reykjavík. 

Hugmyndin er að gera eitthvað skemmtilegt og fræðast um franska menningu og tungu um leið.

Aðgangur: 500 kr.

Síðasta uppfærsla þann 09/03/2016

Efst á síðu