Matarhátíðin „Le Goût – Keimur“ [fr]

16. - 27. október stóðu franska sendiráðið og Alliance Française í Reykjavík, ásamt Hagkaupum, tímaritinu Gestgjafanum og fjórum íslenskum matreiðslumönnum, fyrir viðburði sem nefndur var „Le Goût – Keimur“, og snerist um matgerðarlist og bragð.

Áhugi á mat og nýjungagirni í þeim efnum hefur um nokkurt skeið verið áberandi á Íslandi, ekki síst í Reykjavík, og þar er nú kominn fyrsti stjörnuprýddi Michelin veitingastaðurinn.

Framkvæmd þessa fyrsta viðburðar var með eftirfarandi hætti:

  • Heimsóttir voru tveir grunnskólar og haldnar vinnustofur í bragðskynjun. Þessi kynning féll í afskaplega góðan jarðveg hjá nemendum og forráðamönnum skólanna og verður endurtekin að ári.
  • Íslensku matreiðslumennirnir fjórir tóku hver um sig saman uppskrift að lostætum réttum úr frönsku hráefni. Til að auðvelda fólki að matreiða réttina voru uppskriftirnar á spjöldum næst við hráefnin í öllum verslunum Hagkaupa.
  • Gestgjafinn lagði fimm lystilegar síður í nóvemberhefti sínu undir viðburðinn og birti þar uppskriftirnar myndskreyttar. Áttu eftir að kaupa þetta hefti? Það seldist upp... en ef þú lítur til þeirra í Alliance Française þá hafa þeir uppskriftirnar tiltækar!

Einnig voru vinnustofur í Alliance Française í Reykjavík:

  • Tvær vinnustofur um saltaðan mat og kökur.
  • Tvær vinnustofur í vínsmökkun og kynning á nýjum frönskum vínum.
  • „Heimspekikaffi“ um efnið „Hvað er að hafa góðan smekk?“ Þessum viðburði stýrði frönsk stúlka, stúdent í heimspeki og alþjóðarétti, sem hér er stödd í Erasmusskiptum í HR.

Þetta er í fyrsta skipti sem „Le Goût – Keimur“ er haldinn á Íslandi og tókst afskaplega vel til, svo vel að ætlunin er að bera hann aftur á borð á næsta ári!

Fyrir hönd Alliance Française í Reykjavík og Sendiráðs Frakklands á Íslandi viljum við þakka hjartanlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn með okkur: Gestgjafanum, Hagkaupum, Ylfu Helgadóttur á veitingahúsinu Kopar, Friðgeiri Inga Eiríkssyni á veitingahúsinu Gallerí Holt, Hákoni Má Örvarssyni á veitingahúsunum Kitchen & Wine (Hótel 101) og Essensia og að lokum Sveini Kjartanssyni á AALTO Bistro í Norræna húsinu.

Síðasta uppfærsla þann 22/12/2017

Efst á síðu