Matarhátíðin Keimur [fr]

Jacquy Pfeiffer, kökugerðarmeistari, stýrir frönskum kökuskóla í Chicago. Hann var heiðursgestur hátíðarinnar „Keimur“ sem sendiráð Frakklands og Alliance Française í Reykjavík skipulögðu.

20181103 141602
Pfeiffer au supermarché Hagkaup.

Pfeiffer heimsótti bakaríið Brauð&Co og súkkulaðigerðina Omnom meðan hann dvaldist hér. Þá hitti hann íslenska matreiðslumenn og kökubakara í móttöku í bústað sendiherrans, þar sem gestum bauðst að bragða margs konar kökur sem nemendur í skólanum í Chicago höfðu útbúið.

Pfeiffer kom í Alliance Française og kynnti þar dæmigerðar franskar kökur og í kynningu í Hagkaupum í Kringlunni útbjó hann kryddbrauð.

Hann var einn dag í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og sýndi þar myndina „Kings of Pastry“. Í myndinni er Pfeiffer fylgt eftir þegar hann keppti til úrslita um titilinn „Besti kökugerðarmaður í Frakklandi“. Hann hélt síðan tveggja tíma sýningu á því hvernig búinn er til skúlptúr úr sykri og hlaut óskipta athygli nemendanna. Að síðustu var Pfeiffer eina morgunstund með nemendum sem leggja stund á frönsku í Landakotsskóla og kenndi þeim að útbúa jólaskreytingar úr sykri.

Ljósmyndir og myndbönd frá Íslandsheimsókn Jacquys Pfeiffers eru á eftirfarandi slóðum:

Það eru sendiráð Frakklands og Alliance Française sem standa fyrir hátíðinni Keimur, í samstarfi við Hagkaup og Gestgjafann og með stuðningi Icelandair.

Síðasta uppfærsla þann 13/11/2018

Efst á síðu