Mánuður franskrar tungu [fr]

JPEG
Síðastliðinn mars var hátíðarmánuður franskrar tungu í Reykjavík í samstarfi Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðsins. Var af því tilefni boðið upp á eina tólf viðburði við flestra hæfi.

  • Í húsakynnum Alliance Française var fjölbreytnin í fyrirrúmi: ljóðaflutningur, tónleikar, keppni milli framhaldsskólanema, ókeypis vinnustofa fyrir leikskóla og barnakennara, kvikmyndasýning, heimspeki og kynning á íslensk-franskri orðabók sem er í smíðum. Þið getið skoðað myndir frá þessum viðburðum á vef Alliance Française
  • Og tveir viðburðir fóru fram utan veggja AF: Leiðsögn Serge Comtes um listsýninguna „Beirút, Beyrut, Beyrouth, Beyrout“ í Listasafni Íslands og „pub-quiz“ spurningakeppni um frönskuheiminn í Stúdentakjallaranum með tónleikum á eftir í frönsk-asískum stíl.

Sendiráðið ásamt Alliance Française færir öllum þátttakendum og samstarfsaðilum, Frönskukennarafélaginu, kanadíska sendiráðinu, Listasafni Íslands og Stúdentakjallaranum, sínar bestu þakkir og býður ykkur aftur til leiks að ári liðnu!

Síðasta uppfærsla þann 16/04/2019

Efst á síðu