Ljósmyndasýning um kjör franskra Íslandssjómanna

Hátíð hafsins var haldin dagana 10. og 11. júní.

Í tilefni af því efndu sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Ljósmyndasafn Reykjavíkur til sýningar á lífi franskra sjómanna við Íslandsstrendur á árunum 1910-1920. Sýningin stóð 10.-16. júní í húsakynnum Alliance, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík.

Á sýninguna voru valdar ljósmyndir úr eigu Ljósmyndasafnsins. Þar birtust okkur fyrir sjónum menn sem voru við þorskveiðar mánuðum saman, fjarri fjölskyldum sínum. Við sáum aðbúnað þeirra um borð í gólettunum, og hvernig lífið var þegar stigið var á land á Íslandi : Fuglaveiðar, fataþvottur eða samkomur í kapellunum sem reistar voru í Reykjavík eða á Fáskrúðsfirði.

JPEG

Dernière modification : 31/07/2017

Haut de page