Listamannaskipti [fr]

Franska sendiráðið hefur ásamt Alliance Française í Reykjavík efnt til samvinnu um listamannaskipti milli Artistes en Résidences í Clermont-Ferrand og Nýló í Reykjavík.

JPEG
Naomi Maury er ung frönsk listakona og var valin úr um það bil fimmtíu umsækjendum. Hún verður í listamannadvöl í Reykjavík í september. Listamaður eða listakona frá Nýló dvelst svo um mánaðartíma í Clermont-Ferrand í apríl 2021.

Naomi lauk námi frá École Supérieure d’Art d’Annecy Alpes árið 2015 og dvaldist síðan um þriggja ára skeið í Décines-Lyon, frá 2015-2018. Í ársbyrjun 2019 hélt hún til þriggja mánaða dvalar í Taílandi, með styrk frá Institut Français og franska sendiráðinu þar í landi. Hún hélt síðan sýningu í DOC (í 19. hverfi Parísar) og í Villa Radet í alþjóðagörðum listamanna í París ásamt Damien Fragnon. Nú síðast sýndi hún á tvíæringnum í Lyon í stofnun samtímalistar þar í borg.

Hún býr og starfar í Lyon og Sète.

Naomi Maury leggur sig eftir að lýsa hvernig fólk nálgast í rými, hvort sem það er á sýningu, úti á götu eða jafnvel í verslun. Hvernig afstaða líkamans orkar á hugsunina og öfugt. Hvernig hendurnar á okkur eru framlenging á heilanum.

Til að tjá skynjunina á hinu næma í skúlptúrum sínum og umhverfisverkum gætir hún þess að velja saman iðnaðarefni og náttúruleg sem hún getur kynblandað og hantérað eins og gervilíffæri.

JPEG

Síðasta uppfærsla þann 14/09/2020

Efst á síðu