Leiðangur Beautemps-Beauprés við Ísland [fr]

Beautemps-Beaupré, skip úr franska flotanum, hafði þrisvar sinnum viðkomu á Íslandi í sumar, í leiðangri sínum við sjómælingar á norðurslóðum.

Sérstakar ráðstafanir þurfti að gera með hliðsjón af faraldrinum sem nú geisar. Þannig voru engar heimsóknir leyfðar um borð. Skipið kom til hafnar til að birgja sig upp af vistum og til að leyfa áhöfninni að endurnæra sig eftir úthaldið.

PNG - 214.9 ko
Le Beautemps-Beaupré lors de son escale dans le port d’Akureyri.
Beautemps-Beaupré við höfn á Akureyri.

Beautemps-Beaupré er rannsóknaskip á sviði sjómælinga og haffræði, tekið í notkun í desember 2003, með heimahöfn í Brest. Það er 80,65 metrar á lengd, 14,95 á breidd og ristir 7,05 metra. 27,15 metrar eru frá sjólínu að efsta punkti. Skipið dregur nafn sitt af Charles-François Beautemps-Beaupré, upphafsmanni sjómælinga í Frakklandi.

Með skipinu geta Frakkar rannsakað og aflað sér vitneskju um hafsbotninn. Í leiðöngrunum safnar það gögnum um hafið og náttúru þess, sem nauðsynleg eru þegar herskip og vopnakerfi þeirra eiga í hlut. Í áhöfninni eru sjóliðar, vísindamenn og sjómælingafólk.

Í fyrstu viðkomunni á Íslandi 30. júní 2020 var æfing með Þór, flaggskipi íslensku landhelgisgæslunnar, sem meðal annars tók Beautemps-Beaupré í tog.

PNG - 125.6 ko
Le Thor, bâtiment amiral des garde-côtes islandais.
Þór, flaggskip íslensku landhelgisgæslunnar.
PNG - 152.5 ko
Le Thor remorquant le Beautemps-Beaupré lors d’un exercice conjoint.
Þór tekur Beautemps-Beaupré í tog í sameiginlegum æfingum.
PNG - 123.3 ko
Dans les fjords de l’est.
Frá Austfjörðum.
PNG - 141.3 ko
Dans les fjords de l’est.
Frá Austfjörðum.

Um mitt sumar sigldi Beautemps-Beaupré til Austfjarða og áhöfnin gat æft sig í að sigla við þröngar aðstæður og jafnframt notið stórkostlegs landslagsins.

Síðasta viðkoman á Íslandi var á Akureyri. Þar tók Super Puma þyrla landhelgisgæslunnar þátt í æfingu í að hífa skipverja upp í þyrluna.

PNG - 154.1 ko
Exercice d’hélitreuillage entre le Beautemps-Beaupré et un Super Puma des garde-côtes islandais.
Skipverji á Beautemps-Beaupré hífður um borð í Super Puma landhelgisgæslunnar á æfingu.
PNG - 166.7 ko
Exercice d’hélitreuillage entre le Beautemps-Beaupré et un Super Puma des garde-côtes islandais.
Skipverji á Beautemps-Beaupré hífður um borð í Super Puma landhelgisgæslunnar á æfingu.

Beautemps-Beaupré hefur reglulega viðkomu á Íslandi. Sérstakar aðstæður ríkja í siglingum á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum sem gera franska flotanum kleift að þjálfa hæfnina í að starfa við krefjandi skilyrði. Flotinn tekur einnig á hverju ári þátt í sameiginlegum leitar- og björgunaræfingum með danska flotanum. Æfingarnar nefnast SAREX ARGUS og fara fram á hafsvæðinu við Grænland.

PNG - 170.1 ko
En sortant d’un fjord islandais.
Siglt út íslenskan fjörð.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu