Læknishjálp í Frakklandi, í einu fremsta heilbrigðiskerfi í heimi [fr]

Íslenskir sjúklingar geta nú farið utan til að leita sér læknishjálpar, samanber þessa frétt á RÚV

Gott heilbrigðiskerfi

Í Frakklandi standa læknavísindi með miklum blóma. Heilbrigðisyfirvöld vilja auðvelda aðgengi að læknishjálpinni og hafa í því skyni eflt þjónustu við þá sem vilja koma og njóta góðs af kunnáttu þarlendra lækna.

Þannig kostar það núna minni fyrirhöfn að komast undir læknishendur í frönskum sjúkrahúsum þar sem sérþjálfað starfsfólk veitir sjúklingum og aðstandendum þeirra ýmiss konar úrlausn og fyrirgreiðslu.

Sérsvið lækninga og listar yfir sjúkrahús sem standa ykkur opin

Utanríkis- og þróunarmálaráðuneyti Frakklands hefur ásamt Atout France og samtökum sjúkrastofnana tekið saman ritið Getting Medical Treatment in France til að hjálpa ykkur að velja sjúkrahús.

Í ritinu er talin upp nokkur svið þar sem sérþekking er í fremstu röð (svo sem á krabbameinum, hjarta- og æðasjúkdómum, taugasjúkdómum, barnasjúkdómum, kvensjúkdómum- og fæðingarhjálp, bæklunarsjúkdómum og endurhæfingu) og fyrir hvert og eitt þessara sviða, er sýndur listi yfir þau sjúkrahús sem samtök sjúkrastofnana hafa tilnefnt fyrir framúrskarandi starfslið, reynslu þess á alþjóðavettvangi, málakunnáttu og færni í að taka við erlendum sjúklingum og annast þá.

Hér getið þið sótt ritið „Getting Medical Treatment in France“ (á ensku!) - (pdf : 1,5 Mb)
PDF - 1.5 Mo
(PDF - 1.5 Mo)

Síðasta uppfærsla þann 12/10/2016

Efst á síðu