Lab Citoyen 2017

JPEG
Nú er tekið á móti umsóknum fyrir Lab Citoyen 2017. Umsóknarfrestur rennur út 4. apríl nk.

Lab Citoyen er á vegum Institut français í Frakklandi og gefur ungu fólki á aldrinum 20-26 ára alls staðar að úr heiminum tækifæri til að fara til Parísar og taka þátt í vinnustofum sem fara fram á frönsku.

Á hverju ári er ákveðið þema og er meginþemað í ár „Borgararéttindi“:

  1. Flutningar til borgarinnar
  2. Að lifa og starfa saman innan borgarmarkanna
  3. Þátttaka í bæjarmálum (þátttökulýðræði)

Umsóknin skal vera 500-1000 orð, á frönsku. Þar þarf að koma fram kynning á umsækjanda, af hverju hann vill taka þátt í Lab Citoyen 2017, umsækjandi segir frá heimabæ sínum / borg, hvort hann hafi tekið þátt í verkefnum á vegum bæjarins /borgarinnar (t.d. hjá samtökum, í sjálfboðastarfi …), almenn þátttaka í bæjarmálum.

Umsækjandi þarf að hafa náð að minnsta kosti B1 stigi í frönsku eða vera með sambærilega kunnáttu í frönsku.

Umsóknir eða spurningar varðandi Lab Citoyen sendist á gudrun.saemundsen@diplomatie.gouv.fr

Umsækjendur verða boðaðir í viðtal, á ensku og frönsku, þann 10. apríl nk. og munu fá að vita nákvæma tímasetningu viðtalsins eftir að hafa skilað inn bréfinu.

Síðasta uppfærsla þann 16/03/2017

Efst á síðu