Kveðjuorð vegna andláts Sólveigar Anspach [fr]

JPEG
Okkur barst sú sorgarfrétt að Sólveig Anspach kvikmyndaleikstjóri væri fallin frá.

Sólveig sýndi okkur þann heiður og það vinarbragð að koma á frönsku kvikmyndahátíðina síðastliðinn janúar. Hún kynnti þar myndina „Lúlú nakin“ og svaraði spurningum áhorfenda. Sólveig stóð öðrum fæti í Frakklandi og hinum á Íslandi og í mörgum myndum sínum tengdi hún löndin saman. Hún var þeirrar gerðar að það birti í kringum hana, af návist hennar, hlýju og eldmóði. Sendiráð Frakka á Íslandi sendir fjölskyldu hennar og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur.

Síðasta uppfærsla þann 11/08/2015

Efst á síðu