Komur franskra skipa til Íslands [fr]

Tvö skip úr franska flotanum, Beautemps-Beaupré og Pourquoi pas?, komu í reglulega heimsókn til Reykjavíkur, hið síðarnefnda frá þriðjudegi 22. ágúst til laugardags 27. og hið fyrrnefnda sunnudaginn 28. ágúst. Pourquoi pas? kom aftur til Íslands í september og október og Beautemps-Beaupré kom til hafnar á Akureyri í þessum mánuði.

Freigátan Languedoc lá svo í höfn í Reykjavík frá 5. til 10. október.

Beautemps-Beaupré og Pourquoi pas? eru sérstaklega útbúin til vísinda- og hafrannsókna og héldu til þeirra starfa á hafinu kringum Ísland eftir fyrstu viðkomuna í Reykjavík. Pourquoi pas? kom svo aftur um miðjan september til að taka þátt í dagskrá í tilefni af því að 80 ár voru þá liðin frá því að hið fræga skip með sama nafni fórst við Ísland. Pourquoi pas? sigldi síðan endanlega úr íslenskri lögsögu í kringum 15 október.

Beautemps-Beaupré lagði lykkju á leið sína og fór á miðin við Noreg en lauk siglingunni norður á bóginn á Akureyri í byrjun október. Þaðan hélt skipið til heimahafnar sinnar í Brest. Beautemps-Beaupré er 80,65 m á lengd og 14,92 á breidd. Það ristir 7,05 m. Í áhöfninni eru 50 manns, þar af fimm yfirmenn.
PNG
Pourquoi pas? er rannsóknaskip sem franska hafrannsóknastofnunin, Ifremer, rekur í samstarfi við franska flotann. Það er 107,6 m á lengd, með 7.845 brúttótonna burðargetu og meðalganghraði er 11 hnútar. Í áhöfn eru 33 hásetar og yfirmenn og 10 vísindamenn.
PNG
Síðasta skipið sem hafði viðkomu í Reykjavík á þessu misseri var freigátan Languedoc, frá 6.-10. október. Languedoc er fjórða freigátan sem er sérútbúin til að granda kafbátum og var smíðuð samkvæmt FREMM áætlun Frakka og Ítala. Smíði freigátunnar hófst 30. nóvember 2011 í DCNS skipasmíðastöðinni í Lorient. Franski flotinn tók við skipinu 16. mars 2016.
PNG

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu