Koma franska flotaskipsins „Garonne“ til Reykjavíkur [fr]

JPEG
„Garonne“ er hið nýjasta af fjórum hjálpar- og aðstoðarskipum franska flotans.

Skipherra er Stéphane Congues. Skipið kom til hafnar í Reykjavík 20 september 2019 og lá þar til 23. Siglingin til Íslands er hluti af langri sjóferð þar sem reynt er á skipið áður en það verður formlega tekið í notkun.

Skipið var sjósett 5. nóvember 2018 og bætist það í hóp hjálpar- og aðstoðarskipanna „Loire“, „Rhône“ og „Seine“. Skipin eru 70,3 metrar á lengd, 15,8 á breidd og rista 5 metra. Burðargetan er 2.960 tonn. Þau ná 14 hnúta hraða. Tvær 17 manna áhafnir manna skipin til skiptis á fjögurra mánaða fresti og eru úthaldsdagarnir 200 á ári. Rými er fyrir 12 skipverja til viðbótar.

Þessi nýju skip er hönnuð með það fyrir augum að veita frönskum herskipum aðstoð, í Frakklandi eða erlendis, takast á við framkvæmdir á hafi úti og vernda eignir og fólk.

Sigling skipsins hingað á norðurslóðir reynir bæði á það og áhöfnina við hinar sérstöku aðstæður í kuldanum á norðurhöfum.

Ferðin er ennfremur tækifæri til að efla samvinnu við sjóheri bandalagsríkjanna á þessu svæði og staðfesta viðveru Frakklands í hinum hernaðarlega mikilvægu norðurhöfum.

Síðasta uppfærsla þann 01/10/2019

Efst á síðu