Jules Verne styrkir til rannsóknarverkefna

JPEG
Jules Verne samstarfið milli Frakklands og Íslands styrkir rannsóknir í vísindum og er skipulagt í samráði við Rannís.

Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna 2020 og 2021.

Upplýsingar má nálgast á frönsku og íslensku á eftirfarandi slóðum:
https://www.campusfrance.org/fr/jverne
https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/jules-verne/

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. september 2019.

Samstarfið hefur að markmiði að hvetja til samskipta á sviði æðri vísinda og tækni milli rannsóknastofnana beggja landa, með áherslu á samstarf af nýju tagi og þátttöku ungra vísindamanna og doktorsnema.

Samstarfið nær til allra sviða vísinda. Því var komið á fót árið 2004 og yfir sextíu frönsk-íslensk rannsóknaverkefni hafa hlotið stuðning af því.

Síðasta uppfærsla þann 27/06/2019

Efst á síðu