Íslenskar þýðingar úr frönsku

Hvergi er til á einum stað samantekt á öllu því sem þýtt hefur verið úr frönsku á íslensku. Sendiráðið hefur fengið upplýsingar frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og unnið úr þeim lista sem eru fyrstu drög að tæmandi yfirliti yfir íslenskar þýðingar á verkum sem frumsamin voru á frönsku, hvort sem það er í Frakklandi sjálfu eða í Belgíu, Québec eða í Afríkulöndum.

Listarnir eru byggðir á upplýsingum frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni en eru vitaskuld ekki endanlegir. Þannig vantar í þá þýðingar á riddarasögum miðalda og án nokkurs vafa sitthvað fleira. Í einhverjum tilvikum var ekki þýtt beint úr frönsku heldur var farið eftir dönskum eða enskum þýðingum,

Hér er birtur heildarlisti yfir þýðingar.

Ábendingar um það sem vantar eða er ranghermt væri gott að fá í tölvupósti til Sendiráðs Frakklands.

Síðasta uppfærsla þann 20/02/2017

Efst á síðu