Icelandair opnar nýja flugleið til Orlyflugvallar í París

JPEG
Icelandair byrjar að fljúga reglulegt áætlunarflug frá og með 28. mars næstkomandi milli Keflavíkur og Orlyflugvallar í París.

Í sumar flýgur Icelandair 23 sinnum á viku milli Parísar og Íslands: 17 sinnum til Roissy-Charles de Gaulle og 6 sinnum til Orly. „Við erum himinlifandi yfir þessari viðbót við ferðirnar til Parísar, einmitt nú þegar Íslendingar taka þátt í Evrópukeppninni í fótbolta í Frakklandi í júní næstkomandi, en þangað fer mikill fjöldi Íslendinga,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Frá Orly í París bjóðast farþegum ótal tengiflug til annarra borga í Frakklandi. Með þessari nýju flugleið milli Keflavíkur og Orly, auk flugleiðanna með WOW Air milli Keflavíkur og Nice og Keflavíkur og Lyon og flugleið easyJet milli Keflavíkur og Basel/Mulhouse þá verður auðveldara að fara hvert sem er í Frakklandi. Að ekki sé minnst á flugleiðina til Charles de Gaulle í París en þangað er áætlunarflug á vegum Icelandair, WOW Air og árstíðabundið á vegum Transavia!

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu