Heimsókn til Vestmannaeyja [fr]

JPEG
Sendiherrann lagði leið sína til Vestmannaeyja 21. júní, að tilstuðlan Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns, sem situr í utanríkismálanefnd Alþingis.

Á fundi með bæjarstjóra Vestmannaeyja lagði sendiherrann til að sett yrði skilti á gamla franska spítalann, sem þar stendur, til minningar um franska sjómenn við Ísland. Þegar sjósókn Frakka til landsins stóð sem hæst voru miðin í kringum Eyjar ein þau eftirsóttustu og því hentaði vel að reisa þar lítinn spítala fyrir franska sem íslenska sjúklinga. Spítalanum hefur nú verið breytt í íbúðarhús. Bæjarstjórinn tók vel í þessa hugmynd, sem dregur fram tengingu Frakklands við gamla spítalann, með líkum hætti og gert var á Fáskrúðsfirði og nú nýlega í Reykjavík.

Síðasta uppfærsla þann 24/07/2017

Efst á síðu