Heimsókn til Akureyrar [fr]

JPEG
Sendiherrann fór í heimsókn til Akureyrar dagana 16. og 17. febrúar í tilefni af því að fjölhliða freigátan „Aquitaine“ kom þar til hafnar. Það eru mörg ár síðan skip úr franska sjóhernum kom þangað síðast.

Fyrir norðan átti sendiherrann fund með bæjarstjóranum á Akureyri, Ásthildi Sturludóttur, þar sem ræddar voru aðgerðir bæjarins til að gera Akureyri fýsilegri til búsetu og heimsókna. Einnig ræddu þau samband Frakklands við þessa „höfuðborg Norðurlands“.

Viðskiptin við Frakkland og þróun þeirra voru einnig rædd á fundi með forsvarsmönnum hafnarinnar á Akureyri og Samherja. Frakkland er einmitt stærsti markaður fyrir ferskan þorsk frá Íslandi.

Þá sótti sendiherrann heim Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á háskólasvæðinu á Akureyri til að skoða með henni grundvöll að samvinnu um vísindarannsóknir á norðurslóðum.

Að lokum átti sendherrann fund með Ólafi Rúnari Ólafssyni, heiðurskonsúli Frakklands á Akureyri, til að ræða við hann um ný samvinnuverkefni og stöðu franskra ríkisborgara búsettra á Norðurlandi.

Síðasta uppfærsla þann 26/09/2019

Efst á síðu