Heimsókn sendiherrans til Vestfjarða [fr]

JPEG
Sendiherrann hélt í byrjun júlímánaðar til Vestfjarða (Patreksfjarðar og Ísafjarðar).

Hann lagði leið sína á þá staði þar sem er að finna einhverjar minjar, til dæmis grafreiti eða minnismerki, um frönsku sjómennina sem ekki áttu afturkvæmt frá veiðunum við Ísland. Ræðismaður Frakklands á Ísafirði, Elísabet Gunnarsdóttir, skipulagði heimsóknina og fylgdi sendiherranum á ferð hans og í viðræðum hans við bæjarstjóra Ísafjarðar og Patreksfjarðar og frammámenn í atvinnulífi héraðanna. Þar var rætt um útgerð og fiskvinnslu, fiskirækt og horfur í ferðamennsku.

Sendiherrann ræddi ennfremur um tækifæri til að þróa menningartengsl svæðisins við Frakkland, í samvinnu við menningardeild franska sendiráðsins eða Alliance Française. Einnig færði hann Menntaskólanum á Ísafirði, þar sem franska er kennd, bækur og myndasögur til afnota fyrir frönskunemendur.

Síðasta uppfærsla þann 28/07/2017

Efst á síðu