Heimsókn í Samhæfingarstöð almannavarna [fr]

20180524 141205
20180524 141213
20180524 141230
20180524 142411
20180524 145428
20180524 153027
20180524 153420

Eitt helsta hlutverk sendiráða Frakklands er að vernda franska ríkisborgara, sem búsettir eru eða á ferð í viðkomandi landi, og gæta öryggis þeirra.

Helstu aðsteðjandi ógnir á Íslandi eru náttúruhamfarir og þá einkum eldgos.

Sjö starfsmenn franska sendiráðsins heimsóttu í gær Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík til að átta sig betur á starfsemi hennar og viðbrögðum þegar hættuástand skapast á Íslandi og ennfremur hvernig samstarfinu við erlendar sendinefndir er háttað. Þeir Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri og Tómas Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar veittu ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um störf Neyðarlínunnar (sími 112 á Íslandi og um alla Evrópu) og Samhæfingarstöðvarinnar og þá einkum um mjög þróaða tækni sem gerir neyðarlínunni til dæmis kleift að senda aðvaranir í SMS til allra erlendra ferðamanna á afmörkuðum svæðum, sem ekki eru með íslenska síma. Sérstaka athygli vakti hve samvinna og samhæfing mismunandi viðbragðsaðila er góð, allt frá símsvörun til lögreglu, sjúkrabíla og spítala ásamt björgunarsveitum og Landhelgisgæslu. Þessir aðilar allir starfa eins og ein heild. Heimsóknin var sérlega athyglisverð og sýndi hve neyðarstjórnun á Íslandi er fagleg og vel skipulögð.

Síðasta uppfærsla þann 25/05/2018

Efst á síðu