Heimsókn borgarstjóra Reykjavíkur til Strassborgar [fr]

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur Eggertsson, fór ásamt sendinefnd frá nálægum bæjarfélögum til Strassborgar 26 september síðastliðinn. Í Strassborg áttu þeir viðræður við borgarstjórann, Roland Ries.
JPEG

Fundurinn í Frakklandi kemur í framhaldi af samskiptum sem hófust þegar borgarstjórinn í Strassborg kom í heimsókn til Íslands 9.-11. júní síðastliðinn.

Á dagskrá fundanna voru almenningssamgöngur og jarðhitamál og er gagnkvæmur áhugi á áframhaldandi samvinnu á þessum sviðum.

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu