Heimsókn Ségolène Royal, ráðherra umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og orkumála

Ségolène Royal, ráðherra umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og orkumála, kom í heimsókn til Íslands 27. til 29. júlí í boði forseta og ríkisstjórnar Íslands.

PNG - 260.4 ko
Undirritun rammasamnings milli jarðhitaklasa í Frakklandi og á Íslandi.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði tvívegis hitt Royal á síðustu mánuðum og sýndi mikla gestrisni. Hann bauð henni að nýta gestahús forsetaembættisins, átti tvo fundi með henni og bauð henni til kvöldverðar að Bessastöðum.

Ráðherrann hélt vinnufundi með ýmsum íslenskum ráðherrum á viðeigandi stöðum : Með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í Hellisheiðarvirkjun, með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og orkuráðherra í Bláa lóninu, sem er eitt þekktasta dæmið um nýtingu jarðvarma, og loks með Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra í þjóðgarðinum á Þingvöllum, í bústað sem forsætisráðherra lét í té. Ráðherrann hitti að auki forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Íslandi sem framleiða eða nýta jarðvarmaorku.

Í ferð Royal staðfestu Íslendingar að þeir styddu metnaðarfull markmið sem sett eru ráðstefnunni í París um loftslagsbreytingar (COP21). Bæði lögðu þeir fram áætlun ríkisstjórnarinnar í þeim efnum og eins eru þeir fordæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. Á meðan á ferðinni stóð var samstarf iðnfyrirtækja um jarðvarma fært út. Royal og íslenski iðnaðar- og orkuráðherrann hleyptu nýju blóði í samskipti franskra og íslenskra fyrirtækja þegar undirritað var rammasamkomulag milli orkuklasa í báðum löndum.

PNG - 498.7 ko
Frá fundi Ségolène Royal með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra.
PNG - 342.1 ko
Frá fundi Ségolène Royal með Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og orkumálaráðherra.
PNG - 590.5 ko
Frá fundi Ségolène Royal með Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfisráðherra.
JPEG - 5.5 Mo
Frá fundi Ségolène Royal með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.

Dernière modification : 17/09/2015

Haut de page