Halldór Björn Runólfsson sæmdur riddaraorðu lista og bókmennta [fr]

JPEG
19. september síðastliðinn sæmdi Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, Halldór Björn Runólfsson riddaraorðu lista og bókmennta.

Efnt var til þessarar orðu árið 1957 og var henni ætlað að «heiðra þá sem skarað hafa fram úr með sköpun sinni á sviði lista eða bókmennta eða með framlagi sínu til viðgangs lista og bókmennta í Frakklandi og annars staðar í heiminum.»

Halldór Björn Runólfsson talar frönsku, er Frakklandsvinur og hefur verið boðberi franskrar menningar á Íslandi. Sendiherra Frakklands vildi því heiðra hann fyrir hlut hans í menningarsamvinnu landanna beggja, allt frá því að hann lagði stund á háskólanám í listsögu í Toulouse í Frakklandi milli 1973 og 1979 og með störfum sínum sem forstöðumaður Listasafns Íslands 2007-2017. Að frumkvæði Halldórs Björns hafa verið haldnar fjölmargar sýningar franskra listamanna á Íslandi, eins og nú nýlega sýning Ange Leccia sem verður opin fram í janúar í Listasafni Íslands.

Halldór Björn fylgist náið með þróun nýlista og hefur beitt sér sérstaklega fyrir rými sem helgað var lista Vasulka. Þá á hann einnig þátt í að taka Þjóðmenningarhúsið undir sýningu á sjónlist í öllum sínum myndum. Hann situr í lista- og vísindanefnd sendiráðsins og hefur þar lagt mikið af mörkum, bæði með ráðum en líka með stuðningi við framkvæmd á alls kyns verkefnum.

Síðasta uppfærsla þann 23/12/2017

Efst á síðu