Gout de France fagnað í sendiherrabústað [fr]

Hinu árlega alþjóðlega franska frumkvæði Goût de France/Good France var fagnað í gær í sendiherrabústað Frakklands á Skálholtsstíg. Í ár var einblínt á menningar - og matararfleifð Loire dalsins.

Myndirnar tók Antoine Méra.

Í veislunni var boðið var upp á glæsilegt fingrafæði hannað af Sævari Lárussyni yfirkokki á veitingahúsinu Kol, innblásið af matargerð Loire dalsins ásamt vínum frá héraðinu. Meðal rétta á matseðli var rúgbrauð með geitaosti og hunangsmús, hörpuskel og andalifur á brioche brauði, túnfiskur með svörtum hvítlauk og tarte tatin. Gestir voru fyrrum styrkþegar franska sendiráðsins.

Síðasta uppfærsla þann 03/11/2021

Efst á síðu